MÖRKUN LANDSNETS

MÖRKUN LANDSNETS

Fyrr á þessu ári kynnti Landsnet nýja heildræna ásýnd sína með breyttum áherslum, merki og litum. Við hjá Árnasonum erum stolt að okkar aðkomu að þessari endurmörkun og þykir útkoman ákaflega vel heppnuð. Hönnuðir okkar lögðust í þá grunnvinnu að kynnast fyrirtækinu, starfsemi og menningunni til þess að nálgast verkefnið enn betur. En hvað er Landsnet, hvert er hlutverk Landsnets? Landsnet flytur rafmagn. Landsnet tryggir það að samfélagið allt búi að öruggu rafmagni, jafnt einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Í öllum samskiptum Landsnets út á við skiptir hönnun miklu máli og myndræn útfærsla á öllum skilaboðum gefur rétta mynd af ásýnd fyrirtækisins.

Logo-Landsnet

Eldingin í hinu nýja merki var því augljós, enda alþjóðleg tenging við rafmagn. Því lá beinast við að hún yrði fyrir valinu sem annar af útgangspunktunum í hönnun á hinu nýja merki. Hinn útgangspunkturinn er dreifing og formið táknar einnig flutning á rafmagni frá uppruna til notanda. Elding er þó mjög almennt tákn og var því eindreginn vilji til þess að eiga aðeins við hana, gera hana meira abstrakt. Við skiptum henni í tvennt og drógum línurnar í sundur. Auk þess dregur þetta enn betur fram útgangspunktinn varðandi dreifinguna. Aðallitirnir eru rauður og blár. Þessir tveir litir tákna andstæða póla og byggja þannig undir rafmagnstenginguna. Rauður stendur fyrir kraft, metnað og orku á meðan blái liturinn stendur fyrir traust, ábyrgð, einlægni og fagmennsku.

4142-Landsnet-Umhverfisverdlaun-1200x900px

Þessari nýju ásýnd var ætlað að endurspegla breyttar áherslur fyrirtækisins og vonum við að hafi tekist vel til. Við erum á því að þessar breytingar hafi hjálpað til þess að skýra hið mikilvæga hlutverk Landsnets. Um leið og við sendum Landsneti síðbúnar hamingjuóskir með nýja ásýnd viljum við einnig óska þeim til lukku með Umhverfisverðlaun atvinnulífsins sem fyrirtækið hlaut á dögunum fyrir framtak ársins á sviði loftslagsmála.