ALLIR SPENNTIR?

ALLIR SPENNTIR?

Við unnum á dögunum með vinum okkar á bílaleigunni Avis hressar auglýsingar til þess að vekja betur athygli á þjónustu þeirra sem snýr að langtímaleigu. Við þóttumst nú kannast við viðskiptamódel bílaleigunnar og þekkjum af eigin raun það t.a.m. að fljúga innanlands og taka svo bílaleigubíl. Það getur verið afar ljúft að stíga inn í glænýjan bílaleigubíl – sem er kannski aðeins nýrri og betri en manns eigin – og keyra um landið við öruggar aðstæður og nýjasta lúxus. Versta er að þurfa að skila bílnum og stíga inn í gamla jálkinn sinn eftir lúxusinn.

Hvernig væri þó að skila honum ekki? Nú erum við ekki að mæla með því að skila ekki bílaleigubílnum – það er nefnilega önnur skynsamlegri leið! Langtímaleiga Avis er nefnilega um margt skynsamlegur kostur fyrir þá sem vilja aka um á nýjum eða nýlegum bíl og vera laus við allt viðhald og vesen. Með því að taka bíl á langtímaleigu hjá Avis greiðir þú bara eitt mánaðargjald og lætur starfsfólki Avis um allt hitt, tryggingar, dekkjaskipti, skoðun og annað hefðbundið viðhald. Þetta hljómar vissulega eins og draumur en þetta er það sem langtímaleigan snýst um. Alltaf á öruggum og nýlegum bíl og svo er engin endursöluáhætta. Einfalt og hagkvæmt.

Auglýsingarnar gerðum við á vordögum með fullt af skemmtilegu fólki og útkoman var bara nokkuð smellin. Vinir okkar og nágrannar á Tjarnargötunni sá um umgjörðina á tökustað, leikararnir stóðu sig ákaflega vel og bílarnir voru meira að segja líka afar sannfærandi. Að öðrum ólöstuðum má segja að Ómar Freyr Rafnsson eigi þarna stjörnuleik í hlutverki pabbans og málarans – sem einmitt mætti íhuga langtímaleigu Avis.